föstudagur | 26. apríl | 2024

Þú ert ekki skráður inn

TF-ROB
Grunnupplýsingar:
Einkennisstafir:TF-ROB
Tegund:Robin DR-221 Dauphin
Árgerð:1968
Keypt/Tekin í rekstur:01. apríl 1998
Seld:14. júní 2000
Örlög: Eyðilagðist í lendingu á Reykjavíkurflugvelli
Nánari upplýsingar:

Annað:
Geirfugl 2 er 118 hp. fjögurra sæta stélhjólsflugvél.  Hún er af gerðinni Robin DR-221 Dauphin og er smíðuð úr tré og klædd með krossvið og dúk.   Vélin er árgerð 1968 og flogin í heild um 4000 tíma.  Hún er með eitt nýlegt radío og transponder.  Samtals voru framleiddar 68 eintök af þessari tilteknu tegund.  Eins og sjá má af uppsveigðum vængnum á vélin rætur sínar að rekja til Jodel-flugvélanna, en nokkrar slíkar eru til á Íslandi.  Má þar nefna TF-ULF, TF-ULV og TF-REF, bara til að nefna nokkrar.    "ROBbar" eru framleiddir enn í dag og þá sem Robin DR-400 Dauphin.  Helsti munurinn liggur í því að í dag eru "ROBbarnir" með nefhjóli, en að öðru leyti er um sömu flugvél að ræða.  Vélin er með nýjan mótor sem keyptur var frá Mattituck-Airbase í Bandaríkjunum.  þessi vél er álitin leiktæki félagsins.  Hún hefur góðan "performance" miðað við hestöfl, t.d. ber hún jafnmikið og flýgur hraðar en TF-BOR sem er með 160 hp vél.  Vélin er geymd í skýli 33d sem er upphitað og einangrað skýli með rafmagni. Viðhaldsaðstaða félagsins er einnig í skýli 33d. Vélin eyðilagðist í lendingu á Reykjavíkurflugvelli þann 14.06.2000.




Skoða fleiri myndir af TF-ROB