fimmtudagur | 25. apríl | 2024

Þú ert ekki skráður inn

Aðalfundur

Aðalfundur Flugfélagsins Geirfugl ehf, verður haldinn í Fluggörðum 25, 101 Reykjavík, miðvikudaginn 7. júní 2017, klukkan 20:00

Dagskrá í samræmi við 14. gr. samþykkta félagsins.

1. Stjórn félagsins skal skýra frá hag félagsins og rekstri þess á liðnu starfsári.
2. Efnahagsreikningur og rekstrarreikningur félagsins fyrir liðið starfsár skulu lagðir fram ásamt athugasemdum endurskoðenda eða skoðunarmanna félagsins til samþykktar.
3. Stjórn félagsins skal kjörin og endurskoðendur eða skoðunarmenn.
4. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin.
5. Ákvörðun um kjör stjórnar og embættismanna félagsins.

Framboðsfrestur til stjórnar rennur út kl. 16:00, sunnudaginn 4. júní. Framboðum til stjórnar skal skila skriflega á skrifstofu félagsins, eða í tölvupósti á geirfugl@simnet.is .

Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins eða önnur mál sem taka skal fyrir skv. 4 lið, skulu hafa borist skrifstofu félagsins fyrir klukkan 20:00 miðvikudaginn 31. maí. Tillögurnar verða birtar jafnóðum á heimasíðu félagsins, undir liðnum “spjall”, og á Facebook síðunni: Geirfuglar - hluthafar.

Athugið að nauðsynlegt er að vera innskráður á síðurnar til að komast undir þann lið. Ef einhver vandkvæði eru með innskráningu eða frekari upplýsinga er þörf er hægt að hafa samband við Guðmund í síma: 866-1578, eða með tölvupósti á geirfugl@simnet.is

Bent er á að réttur til setu á aðalfundi félagsins er bundinn við hluthafa í félaginu, eða handhafa umboðs frá hluthafa, undirritað í viðurvist tveggja vitundarvotta.

Skráð af GSM 26.05.2017
Næstu námskeið

Upprifjunarnámskeið fyrir flugkennara verður haldið 13. maí nk.

Einkaflugmannsnámskeið hefst 2. júní nk.

Skráning hér til hliðar undir námskeið.

Skráð af GSM 27.04.2017
Flugkennaranámskeið

Flugkennaranámskeið hefst 27. febrúar 2017.
Flugkennaranám samanstendur af bóklegum og verklegum þætti. Námskeiðið skiptist 125 tíma í bóklegu og 30 tímar í verklegu. Af þessum 30 verklegu tímum geta 5 verið í flugleiðsöguþjálfa og 5 tímar með öðru
... <MEIRA>

Skráð af GSM 08.02.2017
Einkaflugmannsnámskeið vor 2017

Skráning er hafin á næsta bóklega einkaflugmannsnámskeið.
Námskeiðið hefst 6. janúar nk. og stendur til 14. mars.
Kennt er 18:00 til 22:00 virka daga.

Einkaflugmannsskírteini veitir réttindi til þess að fljúga með vini og vandamenn hvert á land
... <MEIRA>

Skráð af GSM 01.12.2016
Næsta einkaflugmannsnámskeið

Skráning er hafin á næsta bóklega einkaflugmannsnámskeið.
Námskeiðið hefst 16. september og stendur til 20. nóvember.
Kennt er 09:00 til 17:00 laugardaga og sunnudaga

Einkaflugmannsskírteini veitir réttindi til þess að fljúga með vini og vandame
... <MEIRA>

Skráð af BTT 24.05.2016

Flugfélagið Geirfugl
Flugfélagið Geirfugl ehf. er flugklúbbur sem leigir út flugvélar og kennir til einkaflugprófs.  Markmið klúbbsins er að efla einkaflug á Íslandi m.a. með því að tryggja félagsmönnum sínum greiðan aðgang að góðum flugvélum á góðu verði, bjóða uppá nýja kosti varðandi flugnám. Flugfélagið Geirfugl ehf er skráð einkahlutafélag hjá fyrirtækjaskrá frá árinu 1997.

Þeim sem hafa áhuga á því að fræðast meira um Flugfélagið Geirfugl ehf. er boðið að hafa samband með tölvupósti 
Flugfélagið hefur aðstöðu í flugskýli 25, á Reykjavíkurflugvelli.
Staðsetning í Google Earth
Sími: 511-5511 Fax: 562-6099 Farsími: 866-1578
Kennitala: 690597-2689

Hægt er að leggja inn umsókn á vefnum til að gerast meðlimur í Geirfugli.
Mynd úr myndasafni félagins
Smellið hér til þess
að skoða fleiri myndir
Vefsmiðir:
(c) 2001-2002 Snillingarnir fjórir