fimmtudagur | 10. júlí | 2025

Ţú ert ekki skráđur inn

Flugfélagiđ Geirfugl hefur stundađ kennslu til einkaflugprófs síđan 1999 og var fyrsti skráđi flugskólinn á Íslandi skv. JAA reglum. Áriđ 2007 fékk skólinn svokallađ Flight Training Organization (FTO) leyfi en međ ţví gefst félaginu kostur á ađ kenna hvađa námsgreinar sem er í fluginu. Allt frá einkaflugmanni til atvinnuflugmanns. Félagiđ hefur bćtt viđ blindflugsáritun, blindflugskennaraáritun og upprifjun fyrir flugkennara til viđbótar viđ kennslu til einkaflugmanns.

Blindflugsáritunin er kennd í samvinnu viđ breskan flugskóla sem hefur áratuga reynslu á ţví sviđi.

Skólinn leggur áherslu á ađ nemandinn fái markvissa og árangursríka kennslu. Sem liđ í ţví er notađ fullkomiđ kerfi sem heldur utanum námsframvindu hvers nemanda sem bćđi nemandinn og kennarinn hafa ađgang ađ á netinu. Ţegar nemandi er skráđur hjá félaginu er stofnađ vefsvćđi ţar sem er haldiđ utan um allar upplýsingar um nemandann og hann fćr jafnframt ađgang ađ öllum kennsluáćtlunum í sínu námi og getur ţannig undirbúiđ sig betur fyrir hvert flug.

Bókleg kennsla
Bókleg kennsla hjá félaginu fer fram í félagsađstöđu Geirfugls í skýli 25. Úr kennslustofunni er opnanlegt inní flugskýliđ ţar sem nemendur geta skođađ vélarnar nánar undir leiđsögn reynslumikilla kennara. Rík áhersla er lögđ á ađ reynslumiklir einstaklingar kenni bóklega hlutann og má nefna ađ međal kennara eru flugstjóri hjá Landhelgisgćslunni, deildarstjóri hjá Flugmálastjórn, flugmenn á B757 hjá Icelandair og flugrekstarstjórar.

Verkleg kennsla
Flugfélagiđ Geirfugl hefur tvćr Diamond DA20-C1 Eclipse til afnota í flugkennslu til einkaflugprófs, TF-FGA og TF-FGB. Auk ţess er hćgt ađ lćra á Cessnu 172, TF-SKN og TF-ISE. Nemendum hjá Geirfugli sem eru einnig félagar gefst jafnframt kostur á ađ komast í stélhjólsţjálfun sem gefur góđa reynslu til framtíđar sem og ţjálfun á skiptiskrúfu.

Vélarnar eru einstaklega sparneytnar, hljóđlátar og taldar ţćr öruggustu í sínum flokki. Ţćr geta flogiđ á um 260 km/klst og er flugdćgi ţeirra er 1000 km. Vélarnar hafa veriđ í framleiđslu á annan áratug og hafa reynst vel, bćđi í Evrópu og Bandaríkjunum. Međal annarra valdi bandaríski flugherinn ţessar vélar til ţjálfunar flugmanna sinna.

 

-->Skráning á námskeiđ<--

IS/PPL/001

IS/FTO/003
Vefsmiđir:
(c) 2001-2002 Snillingarnir fjórir