fimmtudagur | 16. október | 2025 | Þú ert ekki skráður inn |
![]() Blindflugsáritunin er kennd í samvinnu við breskan flugskóla sem hefur áratuga reynslu á því sviði. Skólinn leggur áherslu á að nemandinn fái markvissa og árangursríka kennslu. Sem lið í því er notað fullkomið kerfi sem heldur utanum námsframvindu hvers nemanda sem bæði nemandinn og kennarinn hafa aðgang að á netinu. Þegar nemandi er skráður hjá félaginu er stofnað vefsvæði þar sem er haldið utan um allar upplýsingar um nemandann og hann fær jafnframt aðgang að öllum kennsluáætlunum í sínu námi og getur þannig undirbúið sig betur fyrir hvert flug. Bókleg kennsla Bókleg kennsla hjá félaginu fer fram í félagsaðstöðu Geirfugls í skýli 25. Úr kennslustofunni er opnanlegt inní flugskýlið þar sem nemendur geta skoðað vélarnar nánar undir leiðsögn reynslumikilla kennara. Rík áhersla er lögð á að reynslumiklir einstaklingar kenni bóklega hlutann og má nefna að meðal kennara eru flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni, deildarstjóri hjá Flugmálastjórn, flugmenn á B757 hjá Icelandair og flugrekstarstjórar. Verkleg kennsla ![]() Vélarnar eru einstaklega sparneytnar, hljóðlátar og taldar þær öruggustu í sínum flokki. Þær geta flogið á um 260 km/klst og er flugdægi þeirra er 1000 km. Vélarnar hafa verið í framleiðslu á annan áratug og hafa reynst vel, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Meðal annarra valdi bandaríski flugherinn þessar vélar til þjálfunar flugmanna sinna.
|
|