TF-KAJ – Piper PA-18 Super Cub „Jón H. Júlíusson“

TF-KAJ var smíðuð árið 1975 og var skráð á Íslandi 25. júli 1991. Áður en vélin kom til Íslands var hún skráð í Bandaríkjunum, en ekkert er vitað um sögu hennar þar á þessari stundu. Frá því að hún var skráð hefur vélin verið eign Flugklúbbsins Þyts.

TF-KAH – Cessna 180 „Ragnar Kvaran“

TF-KAH var smíðuð árið 1955 og var fyrst skráð á Íslandi 27. apríl 1990 sem eign flugklúbbsins Þyts. Ferð vélarinnar til Íslands er sennilega einstök, þar sem henni var flogið um borð í Boeing 747 frá Cargolux flugfélaginu frá Bandaríkjunum til Luxemborgar og flogið þaðan til Íslands. Síðan vélin kom til Íslands, hefur hún alla tíð verið í eigu Flugklúbbsins Þyts.

TF-KAF – Cessna 170B „Blær“

Flugvélinn TF-KAF var smíðuð árið 1952. Ekkert er á þessari stundu vitað um veru hennar í Bandaríkjunum. Hún er fyrst skráð á Íslandi þann 30. Júlí 1992 og hefur verið eign Flugklúbbsins Þyts síðan.

TF-KAY – Piper PA-18 Super Cub

TF-TBO – Cessna Bird Dog

G-GBFF – Reims F172N Skyhawk